Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 28. júní 2001 kl. 09:51

Leikskólabörn hitta listamenn

Börn og leikskólkennarar í leikskólanum Tjarnarseli hafa farið síðast liðið ár í litlum hópum í vettvangsferðir um bæjarfélagið. Við köllum okkur „Hjartahópinn” og erum fimm stelpur og einn strákur, öll fimm ára gömul.

Mynd: Við trönurnar hjá Sossu
Þegar við fórum í þessar ferðir, höfðum við alltaf með í bakpokanum okkur góða, liti og blöð til að grípa í, ef löngun og tækifæri gafst til að teikna mynd. Í janúar á þessu ári byrjuðum við að tala um hvað sé listaverk og hvort við þekktum einhverja listamenn? Þá vaknaði hugmynd að því að heimsækja listamenn í bænum okkar og fá að skoða vinnustofur og verkfæri þeirra. Listamennirnir sem leikskólkennarinn okkar hafði samband við tóku vel í þessa hugmynd okkar. Við heimsóttum fjóra listamenn, einn í mánuði. Í febrúar tók Reynir Katrínarson á móti okkur, í mars heimsóttum við tvo listamenn þá Sævar Helgason í Veghúsum og Sossu. Í apríl heimsóttum við síðan Fjólu Jónsdóttur. Listamennirnir tóku vel á móti okkur og viljum þakka þeim fyrir frábærar mótttökur og sendum bestu kveðjur frá Hjartahópnum.

Fanney hópstjóri, Marín Dögg, Ármann Kári, Berglind Sólveig, Ragnheiður, Jovana og Eydís Rós.


Mynd: Börnin stilla sér upp ásamt Reyni Katrínar og Mýþrasi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024