Leikskólabörn heimsóttu lögregluna
Hressir krakkar frá leikskólanum Holti komu í heimsókn á lögreglustöðina nú í morgun og fengu að skoða löggubílana. Margt vakti forvitni barnanna enda eru óneitanlega spennandi hlutir í gangi á lögreglustöðinni. Meðfylgjandi myndir voru birtar á facebook síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.
Hvað er í skottinu?
Þessir eru væntanlega framtíðar lögreglumenn.