Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:13

LEIKJASKÓLINN Í REIÐHÖLLINNI VEL SÓTTUR

Sumarnámskeið Guðna Grétarssonar í Reiðhöllinni Sörlaskjóli við Mánagrund hafa farið vel af stað. Um er að ræða tveggja vikna námskeið fyrir börn frá 7-12 ára gömul og boðið upp á fjölbreytta dagskrá. „Þetta var nokkurs konar tilraun hjá mér en það voru ekki margir sem trúðu á framtakið í upphafi. Á boðstólnum eru stundir með hestunum, leikir upp á gamla mátann og ýmis konar uppákomur. Ég fór af stað með þetta í lok maí og síðasta námskeiðið hefst 9. ágúst“, sagði Guðni í samtali við VF.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024