Leikjaskólanum lokið
Fyrir nokkrum vikum lauk rekstri íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur. Starfrækt voru tvö þriggja vikna námskeið í sumar. Það fyrra frá 10. júní til 1. júlí og það seinna frá 2. júlí til 22. júlí. Margt var gert krökkunum til gamans, m.a. farið í ratleik, hjólreiðaferð, fjársjóðaleit, sund, pútt óvissuferð, leirmálun svo eitthvað sé nefnt ásamt því að krakkarnir fóru í keilu á Keflavíkurflugvelli.
Smellið hér til að sjá myndasyrpu frá sumrinu!Þátttaka á námskeiðunum var heldur minni en árið áður. Á fyrra námskeiðinu voru 93 börn, 31 fyrir hádegi og 62 eftir hádegi en á því síðara voru 51 barn, 11 fyrir hádegi og 40 eftir hádegi. Samtals voru þetta 144 börn. Við lok hvers námskeiðs voru þátttakendur leystir út með gjöfum. Fengu þeir m.a. viðurkenningarskjal um þátttöku sína þar sem skráður var árangur þeirra í einstökum greinum ásamt því að gefnir voru bolir, derhúfur, pennaveski og blöðrum og fleira.
Á lokadegi hvors námskeiðs var haldin glæsileg grillveisla þar sem foreldrum var einnig boðið.
Tveir leiðbeinendur störfuðu á vegum Leikjaskólans ásamt því að unglingar við Vinnuskóla Reykjanesbæjar voru til aðstoðar og er það mat Einars Haraldssonar, umsjónarmanns Leikjaskólans og formanns Aðalstjórnar Keflavíkur, að án aðstoðar vinnuskólans væri þyngra að reka íþrótta- og leikjaskóla, þar sem hver leiðbeinandi hefur allt að 25 börn á aldrinum 6-11 ára. Vinnuskóli Reykjanesbæjar var mjög liðlegur við útvegun á aðstoðarfólki og á hann bestu þakkir skilið að mati Einars.
Mikið af fólki, fyrirtækjum og stofnunum aðstoðaði Íþrótta og leikjaskólann einnig á einn eða annan hátt. Fólkið á þessum stöðum var í öllum tilfellum tilbúið að aðstoða á alla mögulega vegu og kann Keflavík Íþrótta-og ungmennafélag þeim bestu þakkir. Helstu samstarfsaðilar sumarið 2003 voru; Sundmiðstöðin við Sunnubraut, Íþróttahúsið við Sunnubraut, Sláturfélag Suðurlands, Vinnuskóli Reykjanesbæjar, Vífilfell, Sambíóin, Nýja Bakarí, SBK og Reykjanesbær (MÍT) sem styrkti Íþrótta og leikjaskólann auk þess sem hann útvegaði skólanum aðstöðu.
Smellið hér til að sjá myndasyrpu frá sumrinu!Þátttaka á námskeiðunum var heldur minni en árið áður. Á fyrra námskeiðinu voru 93 börn, 31 fyrir hádegi og 62 eftir hádegi en á því síðara voru 51 barn, 11 fyrir hádegi og 40 eftir hádegi. Samtals voru þetta 144 börn. Við lok hvers námskeiðs voru þátttakendur leystir út með gjöfum. Fengu þeir m.a. viðurkenningarskjal um þátttöku sína þar sem skráður var árangur þeirra í einstökum greinum ásamt því að gefnir voru bolir, derhúfur, pennaveski og blöðrum og fleira.
Á lokadegi hvors námskeiðs var haldin glæsileg grillveisla þar sem foreldrum var einnig boðið.
Tveir leiðbeinendur störfuðu á vegum Leikjaskólans ásamt því að unglingar við Vinnuskóla Reykjanesbæjar voru til aðstoðar og er það mat Einars Haraldssonar, umsjónarmanns Leikjaskólans og formanns Aðalstjórnar Keflavíkur, að án aðstoðar vinnuskólans væri þyngra að reka íþrótta- og leikjaskóla, þar sem hver leiðbeinandi hefur allt að 25 börn á aldrinum 6-11 ára. Vinnuskóli Reykjanesbæjar var mjög liðlegur við útvegun á aðstoðarfólki og á hann bestu þakkir skilið að mati Einars.
Mikið af fólki, fyrirtækjum og stofnunum aðstoðaði Íþrótta og leikjaskólann einnig á einn eða annan hátt. Fólkið á þessum stöðum var í öllum tilfellum tilbúið að aðstoða á alla mögulega vegu og kann Keflavík Íþrótta-og ungmennafélag þeim bestu þakkir. Helstu samstarfsaðilar sumarið 2003 voru; Sundmiðstöðin við Sunnubraut, Íþróttahúsið við Sunnubraut, Sláturfélag Suðurlands, Vinnuskóli Reykjanesbæjar, Vífilfell, Sambíóin, Nýja Bakarí, SBK og Reykjanesbær (MÍT) sem styrkti Íþrótta og leikjaskólann auk þess sem hann útvegaði skólanum aðstöðu.