Leikfélagsfólk fundar í kvöld
Aðalfundur Leikfélags Keflavíkur verður haldinn í kvöld kl.20:00 í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17. Leikárið hefur verið fjölbreytt og skemmtilegt en í ár var því fagnað að Frumleikúsið hefur verið starfrækt í 20 ár.
Dagskrá fundarins í kvöld er hefðdundin. Skýrsla formanns, skýrsla gjaldkera og kosning í nýja stjórn. Þá er skráning í leikfélagið og önnur mál.
Allir meðlimir Leikfélags Keflavíkur eru hvattir til að mæta og um að gera fyrir nýja að skrá sig og vera með. Allir eru velkomnir á fundinn.