Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Leikfélagið frumsýnir í kvöld
Föstudagur 2. mars 2007 kl. 13:47

Leikfélagið frumsýnir í kvöld

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir í dag, föstudaginn 2. mars nýja revíu sem nefnist Besti bær og fjallar á skoplegan hátt um mannlífið í bæjarfélaginu og víðar.

Höfundur og leikstjóri revíunnar er Hulda Ólafsdóttir en hún hefur áður bæði skrifað og leikstýrt nokkrum af vinsælustu verkum félagsins.
Æfingar hafa gengið vel en alls taka um tuttugu manns þátt í uppsetningunni á einhvern hátt. Leikfélagið fagnar á þessu ári 40 ára afmæli og þá eru einnig 10 ár frá því Frumleikhúsið opnaði svo það er sannarlega ástæða til að fagna með uppsetningu á vevíu en þær hafa verið mjög vel sóttar í gegnum tíðina. Revían er súf immta í röðinni en Ómar heitinn Jóhannsson revíukóngur skrifaði hinar fjórar og er minningu hans haldið á loftið með þessari.


Suðurnesjamenn eru hvattir til að skella sér í Frumleikhúsið þar sem ríkja mun kaffihúsastemning, borð og stólar, kertaljós og huggulegheit.
Miðasala opnar klukkutíma fyrir sýningar og sýningar hefjast kl. 20.00. Sýnt er í Frumleikhúsinu að Vesturbraut 17.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024