Leikfélag Keflavíkur setur á svið leikrit fyrir yngstu kynslóðina
Leikfélag Keflavíkur er nú að fara af stað með æfingar á barnaleikriti sem frumsýnt verður um miðjan mars ef allt gengur upp. Að þessu sinni verða leikararnir fullorðnir leikfélagar sem vinna verkið að mestu sjálfir. Gert er ráð fyrir að áhorfendur taki virkan þátt í sýningunni sem verður fjörug, grípandi og skemmtileg. Hingað til hefur leikfélagið sett á svið tvær metnaðarfullar sýningar á hverju leikári auk þátttöku í hinum ýmsu skemmtunum á vegum bæjarins.
Fyrsti samlestur og kynning á fyrirhuguðu leikverki verður í kvöld, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.00 í Frumleikhúsinu og eru áhugasamir hvattir til að mæta og kynna sér framhaldið.
Stjórnin.