Leikfélag Keflavíkur með frumsamið leikrit
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir leikritið Ráðalausir menn í janúar sem skrifað er og leikstýrt af Keflvíkingnum Siguringa Sigurjónssyni. Siguringi segir að stefnan sé að frumsýna verkið þann 24. janúar næstkomandi. Tveir leikarar koma fram í leikritinu og segir Siguringi að verkið fjalli um tvo unga menn sem séu ráðalausir í kvennamálum: „Það mætti segja að í verkinu komi fram ákveðin kvennaádeila og ekki síður ádeila á þá sjálfa. Húmorinn felst í sjálfshæðninni sem kemur fram hjá þeim sjálfum,“ sagði Siguringi í samtali við Víkurfréttir. Leikritið er frumraun höfundarins og verða sýningartímar nánar auglýstir síðar.
Ljósmynd frá frumsýningu Revíunnar sem Leikfélag Keflavíkur sýndi fyrir jól.
Ljósmynd frá frumsýningu Revíunnar sem Leikfélag Keflavíkur sýndi fyrir jól.