Leikfélag Keflavíkur kynnir starfið framundan
Leikfélag Keflavíkur fer yfir stöðuna á aðalfundi félagsins í kvöld þar sem formaðurinn, Arnar Ingi Tryggvason, mun fara ítarlega yfir það sem gert hefur verið á árinu og kynna það sem framundan er.
Mikil gróska hefur verið hjá félaginu og virðist ekkert lát þar á. Allir áhugasamir um leiklistarstarf eru að sjálfsögðu velkomnir á fundinn, kynnast því sem er í gangi og taka þátt í skemmtilegu starfi.
Fundurinn er sem fyrr sagði í kvöld, miðvikudag og hefst kl.20.00.