Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir unglingaleikrit
Mánudagur 24. mars 2003 kl. 20:00

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir unglingaleikrit

Á föstudagskvöld frumsýnir unglingadeild Leikfélags Keflavíkur unglingaleikritið „Þetta er allt vitleysa Snjólfur“ í leikstjórn Kjartans Guðjónssonar leikara. Leikritið fjallar um unglinga og vandamál þeirra í daglega lífinu. Að sögn Kjartans er leikritið forvarnaleikrit þar sem skilaboðin „Dóp drepur“ eru skýr. Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni Kjartans Guðjónssonar en hann hefur leikið í fjölda leikrita og kvikmynda í gegnum tíðina. Kjartan sagði að hópurinn væri frábær og gaman að vinna með honum: „Þegar ég tók verkefnið að mér sagði ég við sjálfan mig: „Guð minn góður, hvað er ég að gera?“ af því þetta er fyrsta leikstjórnarverkefnið mitt. En hópurinn sem ég er að vinna með er alveg frábær og ég sé marga framtíðarleikara í hópnum. Mér finnst sérstaklega gaman að sjá hvað krakkarnir sem eru 14 ára eru að gefa sig mikið í þetta,“ sagði Kjartan í samtali við Víkurfréttir. Leikritið verður frumsýnt í húsnæði Leikfélags Keflavíkur nk. föstudag klukkan 20:00.

VF-ljósmynd: Hópurinn á æfingu í dag með leikstjóranum Kjartani Guðjónssyni leikstjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024