Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 28. október 1999 kl. 11:12

LEIKFÉLAG KEFLAVÍKUR FRUMSÝNIR OLIVER Á LAUGARDAG

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir laugardaginn 30.október söngleikinn Oliver eftir Lionel Bart. Hann er sem kunnugt er byggður á hinni þekktu sögu Charles Dickens um munaðarleysingjann Oliver Twist. Leikstjóri er Þröstur Guðbjartsson en tónlistarstjóri er Einar Örn Einarsson. Leikarar er 35 en alls koma hátt í 60 manns að uppsetningunni á einn eða annan hátt. Þetta er ein viðamesta sýning sem leikfélagið hefur sett upp. Með hlutverk Olivers fer Tinna Kristjánsdóttir, 15 ára Keflavíkurmær. Nú þegar er löngu uppselt á frumsýninguna, sem verður 30. október, en næstu sýningar verða sunnudaginn 31. október kl.17:00, miðvikudaginn 3.nóvemberk kl.20:00 og fimmtudaginn 4. nóvember kl. 20:00. Sýnt er í Frumleikhúsinu Vesturbraut 17 Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024