Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir eftir rúma viku
Þriðjudagur 8. mars 2011 kl. 09:04

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir eftir rúma viku

Föstudaginn 18. mars nk. mun ný revía verða frumsýnd hjá Leikfélagi Keflavíkur í Frumleikhúsinu. Breiðbandið ásamt leikfélagsdrengjunum Arnari Inga og Gustav Helga eru höfundar revíunnar en Helga Braga Jónsdóttir leikstýrir.

Æfingaferlið er búið að standa yfir síðan í janúar og nú er allt að smella hjá hópnum. Eins og í fyrri revíum þá eru tekin fyrir hin ýmsu mál sem bæjarbúar og suðurnesjamenn allir ættu að kannast við.

„Það verða örugglega einhverjir fúlir, bæði þeir sem eru teknir fyrir og svo verða líka alltaf einhverjir óánægðir sem ekki eru teknir fyrir, þannig hefur þetta alltaf verið. Það er nokkuð fast skotið í sumum atriðum en við særum engan, allavega er það alls ekki ætlunin en fólk sem er í sviðsljósinu verður líka að geta tekið smá gríni en það geta því miður ekki allir“.

Eins og áður sagði verður frumsýningin föstudaginn 18. mars og önnur sýning sunnudaginn 20.mars.

Nánari auglýsing birtist í næstu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024