Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leikfélag Hólmavíkur sýnir í Frumleikhúsinu
Föstudagur 5. júní 2009 kl. 08:17

Leikfélag Hólmavíkur sýnir í Frumleikhúsinu


Leikfélag Hólmavíkur hefur getið sér orð fyrir að vera eitt ferðaglaðasta áhugaleikfélag landsins og nú ætlar félagið að sækja Suðurnesjamenn heim og sýna geggjaða gamanleikinn „Viltu finna milljón" eftir Ray Cooney í leikstjórn Strandamannsins Arnars S. Jónssonar.

Sýningin verður í Frumleikhúsinu í Keflavík á laugardagskvöldið kl 20:00. Í þessum fjöruga farsa finnur skrifstofumaðurinn Haraldur Indriðason tösku fulla af peningum og hyggst stinga af til Kanaríeyja, en ýmislegt óvænt kemur upp sem gerir þær fyrirætlanir hans erfiðari en virðist í fyrstu. Átta leikarar taka þátt í sýningunni, þeirra á meðal Kelfvíkingurinn Ingibjörg Emilsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024