Leiftursókn hjá kríunni
Það gengur mikið á í Helguvíkurhöfn. Kríuhópur er þar við veiðar og beitir leiftursókn gegn sandsíli sem er að finna í höfninni. Það er gaman að fylgjast með kríunni gera atlögur að sílinu. Þessi atlaga, sem sjá má á meðfylgjandi myndum virðist ekki hafa tekist, a.m.k. er ekki að sjá að krían hafi síli í goggnum. Þá er bara að reyna aftur og beita nýrri leiftursókn.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson