Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leiðsögn um sýninguna Eitthvað í þá áttina
Þriðjudagur 9. ágúst 2011 kl. 10:57

Leiðsögn um sýninguna Eitthvað í þá áttina

Sunnudaginn 14. ágúst  kl. 15:00 verður boðið upp á leiðsögn um sýninguna Eitthvað í þá áttina í Listasafni Reykjanesbæjar og lýkur henni þar með. Á sýningunni  er reynt að varpa ljósi á mismunandi nálgun og vinnuaðferðir listamanna sem fjalla um kort, staðsetningu og skrásetningu í verkum sínum. Leiðsögnin verður í höndum sýningarstjóranna, Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur og Diddu Hjartardóttur Leaman.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Val á verkum spannar 30 ára tímabil  en sum eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu. ?Samtímis er fléttað inn í sýninguna landfræðilegum  kortum  og öðru minnisverðu, frá Byggðasafni Reykjanesbæjar og með því er teflt saman skráningarþörf úr listheimi og raunheimi í von um að úr verði spennandi samtal.

Eftirfarandi listamenn eiga verk á sýningunni; ?Ásta Ólafsdóttir, Bjarni H. Þórarinsson, Didda Hjartardóttir Leaman, Einar Garibaldi Eiríksson, Etienne de France, Eygló Harðardóttir, Gjörningaklúbburinn, Hildigunnur Birgisdóttir, Hreinn Friðfinnsson, Inga Svala Þórsdóttir, Ingirafn Steinarsson, Katrín Sigurðardóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Kristinn G. Harðarson, Kristín Rúnarsdóttir, Pétur Örn Friðriksson, Sólveig Aðalsteinsdóttir, Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Þorgerður Ólafsdóttir.


Nánari upplýsingar á reykjanesbaer.is/listasafn