Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leiðsögn um sýningu Óla G, Augastaðir, á morgun laugardag
Föstudagur 18. febrúar 2011 kl. 18:18

Leiðsögn um sýningu Óla G, Augastaðir, á morgun laugardag

Þegar sýning á 23 nýjum verkum Óla G, Augastaðir, var opnuð þann 15. janúar sl. óraði engan fyrir því að einungis örfáum dögum síðar yrði listamaðurinn allur og endi bundinn á ævintýrið sem virtist komið á svo gott skrið. Málverkin „uppfull af sterkum tilfinningum, bjartsýni og leikgleði“ og Óli G. lék á als oddi við opnunina og lýsti yfir sérstakri ánægju með hvernig til hafði tekist. Nú líður brátt að lokum þessarar síðustu sýningar Óla G. Til að veita nánari innsýn í líf og list Óla G. mun Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur og sýningarstjóri leiða gesti um sýninguna, laugardaginn 19. febrúar kl. 14.00.

Sýningin stendur til 27. febrúar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum, Duusgötu 2-8 og er opin frá kl. 12.00 – 17.00 virka daga og 13.00 – 17.00 um helgar og aðgangur er ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024