Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leiðsögn um ljósmyndasýningu í dag
Miðvikudagur 21. nóvember 2018 kl. 13:12

Leiðsögn um ljósmyndasýningu í dag

Ljósmyndasýningin „Ljós og náttúra Reykjanesskaga“ sem opnuð var sl. föstudag í Bíósal Duus Safnahúsa hefur hlotið góðar viðtökur. Þar sýnir Keflvíkingurinn Jón R. Hilmarsson ljósmyndir og vídeó sem hann hefur tekið á mismunandi árstíðum og tímum dags á síðustu tveimur árum. 
 
Höfundurinn stefnir að útgáfu ljósmyndabókar næsta vor og verða þessar myndir í þeirri bók sem kemur til með að dekka allt Ísland.
 
Í dag, miðvikudaginn 21. nóvember frá kl. 15-17, verður Jón á staðnum til spjalls um myndirnar og ljósmyndun almennt. 
 
Kl. 16:30 mun eiginkona hans, sópransöngkonan Alexandra Chernyshova, syngja nokkur lög.
 
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024