Leiðrétt: Göngufólk fjölmennir í Reykjaneshöllina
Kátt var á hjalla í Reykjaneshöll á þriðjudag en þar kom göngufólk saman og hlýddi m.a. á sönghópinn Friðarliljurnar sem hafa leikið og sungið fyrir göngugarpana í vetur. Einnig var boðið upp á kaffi og meðlæti.
Þær fara nú í sumarfrí en koma aftur til leiks í haust. Göngufólk er hins vegar enn velkomið, en á hverjum degi í vetur hafa tugir manna og kvenna komið saman í Reykjaneshölinni, allt á annað hundrað, og gengið þar saman, sér til skemmtunar og heilsubótar.
Leiðrétt: Vegna misskilnings blaðamanns var sagt í Víkurfréttum í dag að göngufólk færi einnig í sumarfrí héðan í frá. Það er rangt og eru allir enn velkomnir til að ganga. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.
VF-myndir/Þorgils - Friðarliljurnar leika og syngja - Fjöldi fólks hefur mætt á hverjum degi til að njóta hreyfingar og ekki síður fyrir félagskapinn.