Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leiðrétt: Göngufólk fjölmennir í Reykja­nes­höll­ina
Fimmtudagur 17. apríl 2008 kl. 14:38

Leiðrétt: Göngufólk fjölmennir í Reykja­nes­höll­ina



Kátt var á hjalla í Reykja­nes­höll á þriðju­dag en þar kom göngufólk saman og hlýddi m.a. á sönghópinn Friðarliljurnar sem hafa leikið og sungið fyrir göngugarpana í vetur. Einnig var boðið upp á kaffi og meðlæti.

Þær fara nú í sumarfrí  en koma aftur til leiks í haust. Göngufólk er hins vegar enn velkomið, en á hverj­um degi í vet­ur hafa tug­ir manna og kvenna kom­ið sam­an í Reykja­nes­höl­inni, allt á ann­að hund­rað, og geng­ið þar sam­an, sér til skemmt­un­ar og heilsu­bót­ar.

Leiðrétt: Vegna misskilnings blaðamanns var sagt í Víkurfréttum í dag að göngufólk færi einnig í sumarfrí héðan í frá. Það er rangt og eru allir enn velkomnir til að ganga. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



VF-mynd­ir/Þor­gils - Frið­ar­lilj­urn­ar leika og syngja - Fjöldi fólks hef­ur mætt á hverj­um degi til að njóta hreyf­ing­ar og ekki síð­ur fyr­ir fé­lag­s­kap­inn.