Leiðinlegast að raða fötunum mínum upp í skáp
- Gunnlaugur Gylfi er grunnskólanemi vikunnar
Nafn: Gunnlaugur Gylfi Bergþórsson.
Hver eru áhugamálin þín? Körfubolti, tónlist og félagslífið.
Í hvaða skóla ertu? Grunnskóla Grindavíkur.
Í hvaða bekk ertu og hvað ertu gamall? 10.- E og er 15 ára.
Hvað finnst þér best við það að vera í Grunnskóla Grindavíkur? Félagslífið er mjög gott og aðallega vinirnir.
Ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að gera þegar þú útskrifast úr skólanum? Nei, mögulega búinn að plana skóla en ætli ég fari ekki á almenna braut.
Ertu að æfa eitthvað? Körfubolta.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera félagslyndur í því sem ég tek að mér, vera skapandi og vera með.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Raða fötunum mínum upp í skáp.
Hvað er skemmtilegasta fagið? En leiðinlegasta? Stærðfræði er skemmtilegust en danskan er frekar leiðinleg, erum að vinna í svo leiðinlegri bók!
Án hvaða hlutar getur þú ekki ekki verið? Fjölskyldan, vinirnir og hundurinn eru öll ómissandi.
Uppáhalds matur: Búkolla á Papa´s pítsa.
Uppáhalds tónlistarmaður: Future, Drake, Aron Can, bara flestir rapparar.
Uppáhalds app: Snapchat.
Uppáhalds hlutur: Síminn.
Uppáhalds þáttur: Stranger Things.