Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Leið til læsis orðið að veruleika
Leið til læsis - teymið, ásamt Gylfa Jóni Gylfasyni, við afhendinguna í gær.
Miðvikudagur 18. desember 2013 kl. 09:24

Leið til læsis orðið að veruleika

Aðstandendur verkefnisins Leið til læsis afhentu í gær Gylfa Jóni Gylfasyni, fræðslustjóra Reykjanesbæjar, afurð sína í húsnæði Bæjarskrifstofu Reykjanesbæjar. Um er að ræða handbók og gagnabanka sem munu nýtast grunnskólakennurum í 1. - 4. bekk í lestrarkennslu og í sérkennslu.

Við afhendinguna tók Gylfi Jón til máls og þakkaði teyminu fyrir hve vel var að verki staðið og hversu mikilvægt verkefnið er fyrir fræðslu- og skólamál á Suðurnesjum. Helena Rafnsdóttir fór fyrir teyminu og kynnti verkefnið, en markmiðin með því eru þessi:

Að útfæra stafrænan verkefnabanka úr handbók Leið til læsis.
Auðvelda kennurum aðgengi að verkefnunum þar sem gerð þeirra er tímafrek.
Auka fjölbreytileika við nálgun á lestrarkennslu.
Auka líkur á góðum árangri hjá sem flestum nemendum í samræmi við framtíðarsýn Reykjanesbæjar.


Hugmyndin er að bjóða öðrum grunnskólum landsins gagnabankann til kaups á minnislykli.  Leið til læsis  teymið mun vera kaupendum efnisins innan handar ef til þeirra er leitað við framkvæmd.

Efnið í Leið til læsis er í heild sinni einstakt innlegg í lestrarkennslu á Íslandi en það hefur það
að markmiði sínu að koma til móts við þarfir allra nemenda á grunni gagnreyndra aðferða. Þá er handbókin er drjúgt veganesti fyrir kennara í lestrarkennslu en í henni er að finna flest verkefnin sem eru á minnislyklinum.

Verkefnið var styrkt af Manngildissjóði Reykjanesbæjar árið 2013 og einnig fékkst styrkur frá
Sandgerðisbæ.

Teymið sem vann að verkefninu kom frá öllum grunnskólum á Suðunesjum og var skipað eftirtöldum:

Elínborg Sigurðardóttir, umsjónarkennari í Myllubakkaskóla.
Eva Björk Sveinsdóttir, deildarstjóri í Myllubakkaskóla.
Guðbjörg Rut Þórisdóttir, verkefnisstjóri sérkennslu/lestrarfræðingur í Holtaskóla.
Heba Friðriksdóttir, grunnskólakennari, í Myllubakkaskóla.
Helena Rafnsdóttir, deildarstjóri í Njarðvíkurskóla, verkefnisstjóri.
Helga Eiríksdóttir, deildarstjóri/sérkennari í Akurskóla.
Lilja Dögg Bjarnadóttir, umsjónarkennari í Háaleitisskóla.
Margrét Sigurvinsdóttir, grunnskólakennari í Grunnskólanum í Sandgerði.
Vigdís Karlsdóttir, sérkennari Heiðarskóla.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024