Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Leðurklæddir hjólakappar fá sér rjúkandi Kaffitár í hitanum
Laugardagur 14. ágúst 2004 kl. 17:52

Leðurklæddir hjólakappar fá sér rjúkandi Kaffitár í hitanum

Það kann að skjóta skökku við en leðurklæddir mótorhjólatöffarar fjölmenntu í Kaffitár í dag og fengu sér rjúkandi kaffibolla, þrátt fyrir að úti væri sól og hiti. Áður höfðu hjólakapparnir, sem meðal annars skipa Sniglana og Suðurnesjaklúbbinn Erni, skoðað kaffibrennsluna og þegið fræðslu um kaffi. Eftir kaffisopa í glæsilegu kaffihúsi Kaffitárs á Fitjum var haldið út í Garð þar sem vélasafn Guðna Ingimundarsonar var skoðað í Byggðasafninu á Garðskaga. Myndin er af mótorfákunum utan við Kaffitár fyrr í dag. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024