Heklan
Heklan

Mannlíf

Lay Low og Heiðar snyrtir á konukvöldi Bláa Lónsins
Miðvikudagur 16. nóvember 2011 kl. 17:34

Lay Low og Heiðar snyrtir á konukvöldi Bláa Lónsins

Konukvöld Bláa Lónsins verður haldið fimmtudaginn 17. Nóvember kl. 20.00 í versluninni í Bláa Lóninu. Létt dekur, góð tilboð • 25% afsláttur af Blue Lagoon húðvörum • 20% afsláttur af annarri vöru og ljúfar veitingar frá matreiðslumeisturum Bláa Lónins verða í boði.

Lay Low mun syngja og spila fyrir gesti. Snyrtifræðingar Bláa Lónsins veita góð ráð og Heiðar snyrtir verður á staðnum.

Takið þátt í vinkonuleik Bláa Lónsins á Facebook og vinkonuhópur þinn gæti unnið ómótstæðilegt dekur að hætti Bláa Lónsins og veitingastaðarins Lava. Smellið hér til að taka þátt.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk


VF jól 25
VF jól 25