Laxnesshátíð í Kirkjulundi í kvöld
Fram kemur á vefsíðu Reykjanesbæjar að þann 23. apríl eru 100 ár liðin frá fæðingu Nóbelsskáldsins, Halldórs Laxness. Sá dagur er jafnframt Dagur bókarinnar. Skáldinu til heiðurs verður efnt til Laxnesshátíðar í Krikjulundi í kvöld, mánudaginn 22. apríl og hefst dagskráin kl. 20.00.* Dr. Gunnar Kristjánsson flytur erindi um persónur í verkum Laxness
* Gunnar Eyjólfsson, leikari segir frá kynnum sínum af skáldinu og les úr verkum hans
* Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur nokkur ljóð Laxness
* Sandra D. Friðriksdóttir, verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni, les kafla úr verki skáldsins
* Sýning á listaverkum Erlings Jónssonar sem tengjast verkum Laxness
Boðið verður upp á kaffi og hnallþórur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
* Gunnar Eyjólfsson, leikari segir frá kynnum sínum af skáldinu og les úr verkum hans
* Bylgja Dís Gunnarsdóttir syngur nokkur ljóð Laxness
* Sandra D. Friðriksdóttir, verðlaunahafi úr Stóru upplestrarkeppninni, les kafla úr verki skáldsins
* Sýning á listaverkum Erlings Jónssonar sem tengjast verkum Laxness
Boðið verður upp á kaffi og hnallþórur. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.