LAVA-menn fengu gull fyrir heita matinn
- á heimsmeistaramótinu í matreiðslu.
„Staðreynd!!! Ísland er komið með gull í heita matnum á heimsmeistaramótinu í Lux!!!“ sagði Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumaður á LAVA, veitingahúsi Bláa Lónsins, á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Viktor og félagi hans hjá LAVA, Þráinn Freyr Vigfússon, fara fyrir landsliði matreiðslumanna á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Luxemburg. Þráinn er fyrirliði og Viktor Örn liðsstjóri.
Þeir félagar munu keppa með kalda matinn á miðvikudag en upplýst verður á fimmtudag hverjir hjóta heimsmeistaratitilinn.
Myndir frá mótinu í eigu Viktors Arnar.