Lautarkonur og börn gáfu Fjölskylduhjálpinni 4000 smákökur
Lautarbörnin og Lautarsystur á leikskólanum Laut í Grindavík létu sannarlega að láta gott af sér leiða fyrir jólin og bökuðu smákökur og gáfu Fjölskylduhjálp Íslands. Lautarkonur bökuðu smákökurnar en börnin klipptu út jólaservíéttur og límdu síðan á nammibox sem þau fengu í Nettó og sjoppunum. Síðan settu börnin kökurnar í boxin. Samtals voru þetta um 60 box og lauslega áætlað eitthvað um 4000 smákökur.
Ekki má gleyma að nefna það að heildsalan Ekran gaf allt hráefnið í kökurnar fyrir utan eggin en hún Berglind á leikskólanum býr svo vel að eiga nokkar frjálsar, hamingjusamar landnámshænur og lagði hún eggin fram. Síðan þurfti að koma kökunum í Reykjavík og kom hann Ástþór á Skutlunni og fór með kökurnar til Fjölskylduhjálpar og afhenti þeim. Lautarbörn og Lautarkonur vilja nota tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við þetta verkefni. Frá þessu er sagt á vef Grindavíkurbæjar.
Fleiri myndir á heimasíðu Lautar.