Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Laust í Ævintýranámskeið Fjörheima
Þriðjudagur 30. maí 2006 kl. 12:20

Laust í Ævintýranámskeið Fjörheima

Enn eru nokkur sæti laus í námskeið Fjörheima fyrir börn sem eru að ljúka 7. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar. Um er að ræða 8 daga ævintýranámskeið. Farið verður m.a. í hjólreiðaferð til Sandgerðis, í sund, fræðasetrið skoðað, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og tjaldútilegu svo eitthvað sé nefnt.

Fyrra námskeiðið hefst mánudaginn 12. júní klukkan 10.00 en seinna námskeiðið hefst 22. júní klukkan 10.00 í Fjörheimum. Verð í hvort námskeið er 3.500 en Reykjanesbær niðurgreiðir 2.000 krónur í gegnum mittreykjanes.is

Allar nánari upplýsingar veitir Hafþór í síma 898-1394. Skráningu fer alveg að ljúka.

Mynd af fjorheimar.is: Úr útilegu Sumarfjörs í fyrra
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024