Lausnin á lífinu er að búa sér til góða fortíð
Reynir Katrínarson, myndlistarmaður úr Keflavík, opnar málverkasýningu í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16 nk. laugardag. Sýningin opnar 18. nóvember kl.15:00 og henni lýkur 2. desember.
Reynir lærði myndlist í Hundorpfolkehögskole í Noregi á myndlistar- og tónlistarbraut, stundaði nám í Handíða- og myndlistarskóla Íslands frá 1976-1980, einkanám í málun og keramik í Noregi 1983-1985 og förðun í Förðunarskóla No Name árið 2000. Reynir hefur haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum.
Á sýningunni í Gallerí Reykjavík sýnir Reynir olíumálverk sem hann hefur unnið á árunum 1999 og 2000 og hann býður alla velkomna á sýninguna.
Þess má geta að Reynir heldur myndlistarnámskeið á veturna í Keflavík og starfar auk þess sem nuddari, græðari, lithimnulesari og við förðun og líkamsförðun.