Látum sönginn hljóma
Hljóðið þarf að vera gott þegar óperuflutningur fer fram. Guðmundur Jens Guðmundsson sér til þess að sá þáttur verði í fullkomnu lagi 10. ágúst nk. þegar gamanóperan Gianni Schicchi eftir Puccini, í íslenskri þýðingu Jóhanns Smára, verður frumflutt í dráttarbrautinni í Keflavík. Einnig verða sýningar á laugardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Miðar fást hjá Sparisjóðnum.
Mynd: Sigurður, Jens og Kiddi að tengja.
„Þar sem dráttarbrautin er ekki óperuhús þarf að fikta með hljóðið. Þetta væri annað mál ef húsið væri hannað sem tónlistarhús“, segir Guðmundur sem er í óðaönn að tengja marglita víra og þarf síðan að rjúka í burtu ásamt Kidda, til að ná í nauðsynleg tæki og tól.
Sex manns verða í hljómsveitinni sem leikur undir á sýningunni en þau munu spila á sjö hljóðgervla eða hljómborð. Ludwig Kári sé um slagverkið en hann kennir við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Aðrir undirleikarar verða Gróa Hreinsdóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Pavel, Helga Laufey og Vilhelmína. „Þetta er allt atvinnutónlistarfólk en æfingar hófust hjá okkur sl. laugardag“, segir Sigurður Sævarsson tónskáld en hann útsetti verkið fyrir þessa uppsetningu. „Ég reyndi að gera þetta þannig að við fáum að heyra sinfoníuhljómsveitarhljóminn“, segir Sigurður en þess má geta að Garðar Cortes mun stjórna tónlistarflutningi.
Mynd: Sigurður, Jens og Kiddi að tengja.
„Þar sem dráttarbrautin er ekki óperuhús þarf að fikta með hljóðið. Þetta væri annað mál ef húsið væri hannað sem tónlistarhús“, segir Guðmundur sem er í óðaönn að tengja marglita víra og þarf síðan að rjúka í burtu ásamt Kidda, til að ná í nauðsynleg tæki og tól.
Sex manns verða í hljómsveitinni sem leikur undir á sýningunni en þau munu spila á sjö hljóðgervla eða hljómborð. Ludwig Kári sé um slagverkið en hann kennir við Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Aðrir undirleikarar verða Gróa Hreinsdóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Pavel, Helga Laufey og Vilhelmína. „Þetta er allt atvinnutónlistarfólk en æfingar hófust hjá okkur sl. laugardag“, segir Sigurður Sævarsson tónskáld en hann útsetti verkið fyrir þessa uppsetningu. „Ég reyndi að gera þetta þannig að við fáum að heyra sinfoníuhljómsveitarhljóminn“, segir Sigurður en þess má geta að Garðar Cortes mun stjórna tónlistarflutningi.