Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langar þig til útlanda?
Þriðjudagur 19. apríl 2011 kl. 11:37

Langar þig til útlanda?

Langar þig til að komast til útlanda sem skiptinemi, sjálfboðaliði eða til að fara að vinna? Ef svo er þá skaltu mæta í 88 Húsið í kvöld, þriðjudaginn 19. apríl frá kl. 17.00-19.00. Fjölmargir aðilar hafa boðað komu sína til að kynna möguleika ungs fólks til að komast erlendis.

Meðal þeirra sem hafa boðað komu sína er Ungt fólk í Evrópu, Seeds og Aus. Ókeypis aðgangur og tilvalið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að ferðast og gera eitthvað skemmtilegt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024