LANGAR ÞIG TIL AÐ LEIKA?
Æfingar eru að hefjast hjá Leikfélagi Keflavíkur eftir jólaleyfi, en einsog flestir vita sýndi félagið söngleikinn um Oliver Twist fyrr í vetur og gengu sýningar mjög vel. Nú hefur verið ákveðið að setja á svið revíu semfjallar á skemmtilegan hátt um hin ýmsu mál og málefni sem svo margarmanneskjur ættu að þekkja nokkuð vel.Verkið er samið af nokkrum félögum LK, þeim Huldu Ólafsdóttur, JúlíusiGuðmundssyni, Ómari Ólafssyni og Hjördísi Árnadóttur. Við óskum eftirhressu og áhugasömu fólki sem langar að leika eða taka þátt íuppsetningunni á einhvern hátt. Við ætlum að hittast í Frumleikhúsinu nk.fimmtudagskvöld 20. janúar kl. 19:30. Fullorðnir velkomnir!!!