Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langar þig í flottan rass, læri og maga? – Brazil Butt Lift á Ásbrú
Föstudagur 11. mars 2011 kl. 17:28

Langar þig í flottan rass, læri og maga? – Brazil Butt Lift á Ásbrú

Þriðjudaginn 15. mars n.k. hefst nýtt námskeið í Íþróttahúsinu á Ásbrú sem heitir Brazil Butt Lift. Brazil Butt Lift er alþjóðlegt æfingakerfi sem leggur áherslu á í kringum rass, maga og mjög mikið læri og miðar að því að móta það líkamssvæði. Æfingarnar eru gerðar í takt við létta og skemmtilega tónlist. Þessar æfingar minna oft á tónlistamyndband sem var einu sinni kosið kynþokkafyllsta myndband allra tíma. (Sjá neðst).

Það er Eygló Karólína Benediktsdóttir sem leiðbeinir á námskeiðinu. „Butt Lift er málið í dag. Æfingarnar tóna og móta rass- og mjaðmasvæðið ótrúlega mikið og fólk sér mjög fljótt mikinn mun á sér,“ sagði Eygló. „Það er ekki alltaf hamagangurinn og lætin sem skapa árangurinn. Það skiptir gríðarlega miklu máli að allar æfingar séu gerðar réttar og það að gera æfingarnar í skemmtilegum hóp undir leiðsögn kennara sem hvetur mann áfram og fær mann til að gera meira en maður heldur að maður geti.“

Eygló sagði einnig að það mætti segja að hluti þessarra æfinga séu gömlu góðu Jane Fonda æfingarnar enda allt sem er gott kemur aftur og aftur. „Þær eru ótrúlega glaðar konurnar sem ganga út úr hverjum tíma hjá mér og allir tímarnir eru pakkfullir,“ sagði Eygló. „Þetta er bara einfaldlega málið í dag og ég tala nú ekki um það fyrir sumarið að koma sér í gott bikiníform.“

Eygló mun kenna á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20:00 í íþróttahúsinu á Ásbrú og verður fyrsta æfingin þriðjudaginn 15. mars. Námskeiðið verður í 4 vikur og fer skráning fram í síma 444-5090 alla daga. „Þetta er námskeið sem ég hvet allar konur til að prófa, eins eru karlmenn velkomnir auðvitað.“

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024