Langar þig að leika í stuttmynd?
Laugardaginn næstkomandi, þann 21.janúar frá því klukkan 11:00 til 14:00 í Holtaskóla fara fram tökur á nýrri stuttmynd í leikstjórn Keflvíkingsins Garðars Arnarsonar. Þar verður tekið upp stórt atriði þar sem óskað er eftir fullt af aukaleikurum til þess að vera með í myndinni.
Á staðnum verður einnig hæfileikakeppni þar sem einn af aðalleikurum Okkar eigin Osló mætir á svæðið.
Frítt gos og góðgæti verður á boðstólnum á meðan birgðir endast.