Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langar í bréf frá Lýsingu í jólagjöf
Þriðjudagur 21. desember 2010 kl. 14:07

Langar í bréf frá Lýsingu í jólagjöf

Ævar Már Ágústsson er tvítugur nemi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann starfar á Domino’s í Reykjanesbær en hann er einnig mikill leikari og gleðigjafi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað þú ert að gera þessa dagana?
Þessa dagana er ég bara slakandi á og klára að pakka inn gjöfum.

Fyrstu jólaminningarnar?
Ég man nú ekki hvað ég var gamall, en ég man þegar ég fékk Sega mega drive 2 í jólagjöf, það var mergjað. En það besta var að ég var klæddur hvítri skyrtu og svörtum leðurbuxum.

Jólahefðir hjá þér?
Ég hef gert það síðustu 2 ár að kíkja á vin minn Júlla í smá spjall eftir að við opnum pakkana. Ætli maður geri það bara ekki að jólahefð. Svo á ég annan vin, Jóhann og við höfum gert það síðastliðinn ár að gefa hvorum öðrum gríngjafir, en í fyrra fékk ég Monu Lisu og hann fékk kökuhlíf.

Ertu duglegur í eldhúsinu yfir hátíðarnar?
Nei, ég get ekki sagt það. Held að mér yrði hent fljótt út ef ég myndi láta sjá mig þar. Mamma spurði mig um daginn hvort ég hafi kveikt í eldhúsinu en ég brenndi bara sósu, það var enginn alvöru hætta á ferð.

Jólamyndin?
Love actually. Ekki segja neinum en ég felli alltaf tár þegar atriðið í byrjun er og allir eru að hittast á flugvellinum.

Jólatónlistin?
David Bowie og Bing Crospy koma mér alltaf í gírinn með The Little Drummerboy.

Hvar verslarðu jólagjafirnar?
Bara þar sem ég finn þær, en þessi jól föndraði ég mikið með kærustunni. Í fyrra keypti ég dót handa litla frænda mínum og frænku í mega store og er það ekki gott. Eina sem hafðist úr því voru grátandi og særð börn því það fyrsta sem leikföngin gerðu voru að detta í sundur.

Gefurðu mikið að jólagjöfum?
Í kringum 16 held ég.

Ertu vanafastur um jólin?
Nei alls ekki. Ég vill helst bara slaka á og njóta þess að vera í jólafríi.

Besta jólagjöf sem þú hefur fengið?
Það er klárlega Mona Lisa sem hangir tignarlega yfir fatarskúffunum mínum og bíður mér góðan daginn þegar ég klæði mig.

Hvað langar þig í jólagjöf?
Mig dreymir um það að ég fái bréf heim sem ég opna á aðfangadag og það er Lýsing að segja mér að ég þurfi aldrei að borga af bílnum mínum aftur. En annars er ég bara til í að fá skeggsnyrtir. Sá einn á 2.000 kr í Rúmfatalagernum.

Hvað er í matinn á aðfangadag?
Hamborgarahryggurinn góði.