Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

„Langar að vinna við tölvur í framtíðinni“ segir Grétar Ágúst Agnarsson
Laugardagur 4. júní 2011 kl. 09:40

„Langar að vinna við tölvur í framtíðinni“ segir Grétar Ágúst Agnarsson

Grétar Ágúst Agnarsson er 14 ára strákur úr Keflavík sem hefur verið að vekja á sér athygli með myndböndum sem hann hefur verið að setja inn á youtube.com og hinar ýmsu síður. Sérstaklega hefur eitt myndband vakið meiri athugli en önnur sem Grétar hefur gert en þar leikur hann sér með Coca-Cola drykkinn og lagið fræga sem tengist drykknum. Horft hefur verið á það myndband yfir 25 þúsund sinnum sem þykir ansi hreint gott á íslenskan mælikvarða. Við tókum tal af Grétari á dögunum.

Ertu búinn að vera lengi að búa til myndbönd?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég byrjaði að gera myndbönd sumarið 2009 inná Youtube síðu sem hét TheManUtdFans, Þeirri síðu varð síðan eytt af Youtube út af því að ég notaði tónlist sem að ég hafði ekki rétt á að nota. Eftir það bjó ég til IamGretar síðuna og síðan þá hef ég verið að gera myndbönd inná hana.“

Spilarðu á hljóðfæri?

„Nei ekki eins og er en ég er að fara að læra á gítar.“

Hvernig fékkstu hugmyndina að þessu lagi/myndbandi?

„Þetta byrjaði allt saman þannig að ég hitti strák inná Youtube sem heitir Davematsu. Ég og hann urðum vinir í gegnum netið og við horfðum á myndböndin hjá hvor öðrum. Fyrir ári síðan bjó hann til myndband þar sem hann notaði þessa Coca Cola tónlist við. Það myndband fannst mér mjög flott en það hafði ekki mikið áhorf, því langaði mig til þess að endurgera það og fékk leyfi frá honum til þess.“

Hvað langar þig að gera í framtíðinni?

Mig langar að læra tölvunarfræði, forritun og vinna við tölvur.

Hvað ætlarðu að gera í sumar?

„Spila golf, fara í útileigur og gera fleiri myndbönd.“

Hver eru áhugamál þín?

„Golf, Fimleikar, Parkour og að gera myndbönd.“

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum?

„Stærðfræði.“

Við spurðum Grétar um nokkra af eftirlætishlutunum hans:

Hlutur

„Flip Cameran mín klikkar ekki.“

Tónlist

„Davedays ekki spurning.“

Kvikmynd

„Hangover og Pirates of Silicon Valley.“

Þættir

„Horfi ekki mikið á sjónvarp.“

Matur

„Subway er í uppáhaldi.“

Vefsíða

„Youtube og Facebook.“

Bókin

„Engin sérstök.“