Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langar að viðhalda smá óperumenningu á Suðurnesjum
Þriðjudagur 25. júní 2013 kl. 09:51

Langar að viðhalda smá óperumenningu á Suðurnesjum

Verdi og Wagner tónleikar í Hljómahöllinni á sunnudag

„Við tökum aríur og atriði úr frægustu óperum Werdi og Wagner tveimur af stærstu óperuskáldum sögunnar sem komu fram á sjónvarsviðið fyrir tveimur öldum síðan,“ segir Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari úr bítlabænum Keflavík. Félag í hans eigu, Norðuróp, stendur fyrir hátíðartónleikunum VERDI & WAGNER en þeir verða í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ nk. laugardag 29. júní kl. 16.

Jóhann er nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann söng í Berlínar Fílharmoníunni og þar á undan  hjá Skosku óperunni í Glasgow. Það er mikið framundan hjá kappanum en fyrst ætlar hann að standa fyrir þessum frábærum tónleikum í Hljómahöllinni þar sem meisturum Wagner og Verdi er hampað.

„Þessar þessar óperur eru fluttar í öllum helstu óperuhúsum heimsins enn í dag,“ segir Jóhann og bætir því við að Verdi og Wagner hafi verið frægir fyrir fallegar línur, dramatískar óperur og gríðalega margar þekktar og vinsælar perlur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Með Jóhanni Smára eru óperusöngvarar í fremstu röð, Bylgja Dís Gunnardsóttir, Jóhann Friðgeir og Elsa Waage.

Bylgja Dís Gunnarsdóttir er Suðurnesjamanneskja og hefur verið virk í tónlistarlífinu í höfuðborginni að undanförnu og söng m.a. aðalhlutverk í tveimur síðustu verkefnum Norðuróps, Eugene Onige og Tosku, árið á undan í Keflavíkurkirkju.

Elsa Waage er nýflutt til landsins og sló í gegn í fyrra í Il Trovatore eftir Werdi en þar var Jóhann Friðgeir í titilhlutverki í Hörpu í fyrra. Jóhann Friðgeir var í framlínunni í Hljómahöllinni í fyrra með Jóhanni Smára. Þeir „Jóarnir“ vinna vel saman og með Bylgju og Elsu og Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, konsertpíanista sem sér um undirleik, lofar Jóhann „bassi“ frábærri skemmtun.

„Mig langar að viðhalda smá óperumenningu á Suðurnesjum með þessum tónleikum. Hér er einstakt tækifæri að koma og hlusta á frábæra söngvara í einstöku verki,“ sagði Jóhann.

Ítarlega viðtal um breytta hagi og fleira hjá Jóhanni í prentútgáfu VF á fimmtudaginn.