Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

 Langar að verða dansandi myndlistakona
Fimmtudagur 1. september 2011 kl. 12:22

Langar að verða dansandi myndlistakona


Guðrún Elfa Jóhannsdóttir er fædd og uppalin í Reykjanesbæ til tveggja ára aldurs og auk þess bjó hún svo aftur hér um hríð þegar hún var 6 ára gömul. Bæði móður- og föður foreldrar ásamt stórum frændgarði hennar búa enn í Reykjanesbæ. Guðrún Elfa hefur alltaf haft gaman af því að mála og teikna frá því hún gat haldið á pensli. „Ég hefur alltaf haft mikinn áhuga á að teikna og lita. Það var svo í öðrum bekk sem áhuginn kviknaði af alvöru og þá fékk ég að prufa mig áfram á spýtum í bílskúr móðurafa míns, Bjarne Svendsen.“ Á Ljósanótt heldur hún sína fyrstu myndlistarsýningu en tilurð hennar er sú að hún hefur síðustu árin verið að mála út í bílskúr hjá móðurafa sínum og hefur oft talað um hve mikið henni langar til að halda málverkasýningu. Eins og oft vill verða, þá gafst ekki tími til þess þar til nú þegar Halla Harðardóttir (vinkona móðurömmu Guðrúnar Elfu) frétti af þessum áhuga hennar og bauð henni að vera með sér á sýningu.

Guðrún Elfa er sjáflsmenntuð -hún hefur ekki farið á nein námskeið eða slíkt, bara menntuð úr leik og grunnskólum landins, þó stefnan sé nú sett á námskeið. Hún var öll sín leikskólaár í leikskólanum Hraunborg á Bifröst. Svo var hún í 1. bekk í Holtaskóla Keflavík, 2. og 3. bekk í Digranesskóla í Kópavogi og síðan í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Hún er því Kópavogsmær en þó líka mikill Reykjanesbæingur.

Guðrún hefur einu sinni tekið þátt í myndlistarkeppni á vegum Gallerí Foldar á Menningarnótt 2009 og þar vann hún sinn aldursflokk. Fékk myndina sína innrammaða og sýnda í Gallerí Fold í tvær vikur og svo í Húsdýragarðinum í ár.

Verk Guðrúnar eru nokkuð fjölbreytt. Hún er bæði verið að vinna með olíumálingu og akrýl. Hún sjálf kallar verkin sín „abstrakt“ en þó koma öðruvísi myndir á milli. Henni finnst voða gaman að mynda fígúrur inn í verkin sín „Svona eins og Kjarval gerði,“ segir hún

Hún segist vera mjög spennt fyrir Ljósanótt. Hún ætlar að halda sölusýningu og þá mun hluti af hagnaðinum ganga til góðverka (til Unicef, til Rauða krossins; hungursneyðin í Sómalíu, og SKB: Styrktarsjóð krabbameinssjúkra barna: til minningar um frænda sinn Sigfinn Pálsson). Hún er líka að mála steina sem maríubjöllur og selja til styrktar Rauða krossinum.

En langar hana að leggja þetta fyrir sig í framtíðinni?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Já, mig langar það en áhugasviðið er mjög fjölbreytt. Ég gæti líka hugsað mér að vera dansari, eða kannski bara dansandi myndlistarkona!“