Langar að verða atvinnumaður í fótbolta
Ungmenni vikunnar
Nafn: Elvar Breki Svavarsson
Aldur: 14 ára
Skóli: Heiðarskóli
Bekkur: 9. bekkur
Áhugamál: Fótbolti og vera með vinum
Elvar Breki Svavarsson myndi taka síma, tölvu og fótbolta með sér á eyðieyju, einfaldlega til að hafa gaman. Elvar er í 9. bekk Heiðarskóla og æfir fótbolta en hann langar að verða atvinnumaður í íþróttinni í framtíðinni.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Skemmtilegustu fögin eru íslenska og danska.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Viktor Logi Sighvatsson, því hann er bara æðislegur og hæfileikaríkur.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Skemmtilegasta sagan úr skólanum er þegar ég faldi ipad vinar míns og hann var að verða brjálaður.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Hlynur er pottþétt fyndnastur.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Ég hlusta ekki mikið á tónlist en Ef þeir vilja beef er alveg gott lag.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgari.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
Þær eru margar en ef ég þarf að velja eina þá er það Ride Along.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?
Ég myndi taka símann, tölvuna og fótbolta því það er gaman í þessu öllu.
Hver er þinn helsti kostur?
Minn helst kostur er góður í íþróttum
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?
Ég myndi velja að geta flogið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar fólk er skemmtilegt.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að verða atvinnumaður í fótbolta.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Skrítinn.