Langar að ferðast í kringum heiminn

Ásdís Marín Kristjánsdóttir er FS-ingur vikunnar

Ásdís Marín Kristjánsdóttir er nemandi á Fjölgreinabraut. Hún er 18 ára Grindvíkingur sem hefur áhuga á ferðalögum, tungumálum og björgunarsveitastarfi. Hana langar til að ferðast í kringum heiminn einn daginn. Ásdís Marín er FSingur vikunnar að þessu sinni.
 
Hver er helsti kostur FS? Helsti kosturinn er félagslífið myndi ég segja.

Hvað hræðistu mest? Snáka.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Áslaug Gyða verður uppistandari eða frægur stærðfræðingur.

Hver er fyndnastur í skólanum? Áslaug Gyða. 

Hvað sástu síðast í bíó? Johnny English Strikes Back.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Miklu meiri fjölbreytileika.

Hver er helsti galli þinn? Ég of hugsa hluti.

Hver er helsti kostur þinn? Ég er yfirleitt mjög fljót að læra nýja hluti.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Spotify.

Hverju myndi þú breyta ef þú værir skólameistari FS?  Ég myndi breyta mætingakerfinu og láta nemendur vita fyrr ef kennarar komast ekki í tíma. 

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Húmorinn. 

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst það fínt en það mætti vera aðeins fjölbreyttara.
Það er yfirleitt sama fólkið að spila á böllum og skemmtikvöldin eru mjög svipuð.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Að ferðast í kringum heiminn.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Það þekkjast flestir og það er stutt að skjótast í Reykjavík.


Uppáhalds?

-kennari? Lovísa.
-skólafag?  Enska
-sjónvarpsþættir? RuPaul’s Drag Race.
-kvikmynd? Austin Powers.
-hljómsveit/tónlistarmaður? Harry Styles.
-leikari? Mike Myers.