Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Langar að einblína á fótboltann
Mihajlo Rajakovac
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
mánudaginn 10. október 2022 kl. 07:36

Langar að einblína á fótboltann

Nafn: Mihajlo Rajakovac
Aldur: 14 ára
Skóli: Myllubakkaskóli
Bekkur: 8. bekkur
Áhugamál: Fótbolti
 
Mihajlo æfir fótbolta með Keflavík, þrátt fyrir að vera aðeins í 8. bekk stefnir hann á að ná langt í íþróttinni. Ef hann gæti tekið með sér þrjá hluti á eyðieyju myndi hann taka með sér síma, bolta og mark. 
Hvert er skemmtilegasta fagið?

Skemmtilegasta fagið er danska.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?

Jakob Grybos af því að hann er mjög góður á píanó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Skemmtilegasta saga úr skólanum:

Þegar við földum strætókortið hans Jakobs og hann þurfti að kaupa nýtt, þegar hann keypti það gáfum við honum kortið til baka.

Hver er fyndnastur í skólanum?

Fyndnastur úr skólanum er Jakob Grybos.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?

Ég bara eiginlega hlusta aldrei á lög þannig ég veit ekki alveg.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgari.

Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?

Uppáhaldsbíómyndin mín er Juzni vetar, það er króatísk bíómynd.

Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?

Síma, bolta og mark.

Hver er þinn helsti kostur?

Minn helsti kostur er örugglega hvað ég er góður í fótbolta.

Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?

Ég hugsa að það sé að geta lesið hugsanir.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?

Þegar það er traust og skemmtilegt.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?

Mig langar að einblína á fótboltann og ná langt í honum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?

Gáfaður.