Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Landvernd efnir til ljósmyndasamkeppni
Þriðjudagur 19. júní 2007 kl. 00:28

Landvernd efnir til ljósmyndasamkeppni

Landvernd efnir í sumar til ljósmyndasamkepnni undir yfirskriftinni Augnablik í eldfjallagarði. Landvernd hefur síðustu misseri kynnt athyglisverðar hugmyndir um svokallaðan eldfjallagarð sem næði yfir gjörvallan Reykjanesskagann frá Eldey að Soginu.

Stundum er sagt að Reykjanesskaginn sé það svæði á landinu sem hvað mest hefur verið ljósmyndað. Þykir það ekki ólíklegt þar sem náttúfar skagans býður upp á afar fjölbreytilegt myndefni, allt frá fjörum, brimi og sjávarklettum upp í hverasvæði, gíga og hrauntraðir í hálendislandslagi. Reykjanesskaginn hefur því löngum verið vinsæll til útivistar og ljósmyndunar enda gæði hans og náttúrufegurð innan seilingar frá  mesta þéttbýlissvæði landsins.

Þema keppninnar er hverir, jarðmyndanir og náttúruperlur. Bestu myndirnar verða settar upp á sýningu á Ljósanótt og á heimasíðu Landverndar. Dómnefndina skipa ljósmyndararnir Ellert Grétarsson og Oddgeir Karlsson ásamt Guðrúnu Tryggvadóttur, myndlistarkonu.

Allar nánari upplýsingar um skilafrest og aðra tilhögun keppninnar má nálgast á heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is

Til innblásturs má sjá myndaseríu Ellerts Grétarssonar, Svipmyndir úr eldfjallagarði, hér á vefnum. Auk þess eru í myndsafninu myndaseríur úr Brennisteinsfjöllum, Seltúni og frá Kleifarvatni. Þá má er einnig hægt að skoða myndir frá þessum svæðum í vefgalleríi Ellerts, www.eldhorn.is/elg.

 

Mynd: Við Gunnuhver. Ljósm: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024