Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Landsþekkt listafólk heimsækir Grindavík í dag
Mánudagur 15. mars 2010 kl. 09:24

Landsþekkt listafólk heimsækir Grindavík í dag


Menningarvika hófst í Grindavík um helgina með veglegri dagskrá. Nú á þriðja degi menningarvikunnar munu landsþekktir rithöfundar og tónlistarfólk heimsækja Grindavík. Jafnframt verða uppákomur í verslunarmiðstöðinni og Víðihlíð.

Leikskólabörn frá Laut munu opna ljósmyndasýningu í verslunarmiðstöðinni kl. 10. Einnig verður opnuð ljóðasýning nemenda úr 5. bekk grunnskólans.
Nemendur úr 7. bekk grunnskólans verða með upplestur í Víðihlíð kl. 14:30 og kl. 17 í dag verður Skáldaspjall á bókasafninu. Rithöfundarnir Kristín Marja Baldursdóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir mæta.

Í kvöld kl. 20:30 verða tónleikar á Bryggjunni en þar koma fram Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Eyþór Gunnarsson. Aðgangur verður ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024