Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

  • Landsliðsbúningur Arnórs fór á 400.000 kr
  • Landsliðsbúningur Arnórs fór á 400.000 kr
    Arnór skorar hér gegn Grikkjum.
Laugardagur 30. apríl 2016 kl. 07:00

Landsliðsbúningur Arnórs fór á 400.000 kr

Fjör á herrakvöldi Keflvíkinga

Það mætti halda að menn hafi verið að losa fé úr aflandsfélögum á herrakvöldi Knattspyrnudeildar Keflavíkur, svo mikið var fjörið í uppboðum á málverkum, knattspyrnubúningum og fleiru. Alls fóru uppboðsmunir á rúmar 5 milljónir króna og lætur nærri að hagnaður Keflvíkinga hafi verið yfir 3 milljónir. Það er því óhætt að segja að keflvískir stuðningsmenn hafi verið í stuði og með veskin opin.

Nokkur málverk eftir þekkta myndlistarmenn eins og Tolla og Pétur Gaut fóru á háar upphæðir og þá voru boðnar 90.000 krónur í búning hins unga Stefáns Ljubicic en hann er á leið til enska félagsins Brighton. Stefán þarf að póstsenda búninginn þegar hann verður búinn að máta hann í Englandi. Það var hins vegar annar búningur sem fór á rúmlega fjórum sinnum hærri upphæð en það var íslenski landsliðsbúningurinn sem Arnór Ingvi Traustason var í og skoraði fyrir landsliðið gegn Grikklandi fyrr í vetur. Góður herrakvöldsgestur rétti fram 400.000 krónur fyrir búninginn. Þá var hart barist um síðasta uppboðið en það var kvöldverður fyrir tíu gesti, matreiddur af keflvíska veitingamanninum Gunnari Páli Rúnarssyni. Hálf milljón króna var slegin og ljóst að Gunnar Páll þarf að vanda sig þegar hann kokkar ofan í mannskapinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024