Landslið kaffibarþjóna í kaffibíl á Ljósanótt
Á laugardaginn verður Kaffitársbílnum lagt við Íshússtíg, nálægt Ungó og þar verður landslið kaffibarþjóna að selja kaffi til gesta Ljósanætur. Í kaffilandsliðinu eru: Ása Pettersen, Hjörtur Skúlason og Sonja Grant landsliðsþjálfari, en þeim til halds og trausts verða Aðalheiður Héðinsdóttir framkvæmdastjóri Kaffitárs og Guðbjörg Ásbjörnsdóttir framleiðslustjóri.Á Ljósanótt í fyrra var Kaffitársbíllinn við Íshússtíginn og segir Aðalheiður að þeim hafi verið tekið mjög vel: "Við seldum á milli 500 og 600 bolla af kaffi í fyrra og við búumst við ennþá meiri sölu í ár," sagði Aðalheiður í samtali við Víkurfréttir.