Landsfrægir listamenn á bryggjuballi í Grindavík

Í kvöld fara fram bryggjutónleikar á hátíðarsviði á bryggjunni í Grindavík. Rapparar taka yfir sviðið frá kl. 20-21 en þar koma fram Vikki Króna, Herra Hnetusmjör, Joe Frazier og DJ Egill Spegill. Kl . 21 koma fram Sigga Beinteins, Friðrik Dór, Eyþór Ingi, Ágústa Eva, Pálmi Gunnarsson, Grétar Örvarsson, Tómas Guðmundsson, Íris Kristjánsdóttir og Þorvaldur Haldórsson stíga á stokk undir stjórn Þóris Úlfarssonar. Tónleikarnir standa til 22:30.

Skemmtidagskrá á hátíðarsviði hefst kl. 14 en þar verða Gunni og Felix kynnar, Sirkus Ísland kemur fram, Sunny Side Road, Leikfélag Kelfavíkur og BMXBrós. Þá verður Sterkasti maður Ísland einnig á dagskrá.

Skemmtisigling er í boði fyrir alla fjölskylduna kl. 12 og er fólk beðið að mæta tímanlega, þá verður sjópulsa á ferð um höfnina frá kl. 14.

Sjá nánari dagskrá á sjoarinnsikati.is.