Landsbankinn í Sandgerði 50 ára í dag
- Bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og köku.
Útibú Landabankans í Sandgerði fagnar 50 ára afmæli í dag. Af því tilefni færðu bæjarstjórinn, Sigrún Árnadóttir, og forseti bæjarstjórnar, Ólafur Þór Ólafsson, Elísu Baldursdóttur þjónustustjóra veglegan blómvönd. Elísa hefur starfað við bankann í tæp 30 ár, eða frá því hún var 17 ára. Nemendur 3. bekkjar grunnskólans kíktu við og sungu afmælissönginn. Myndaalbúm lágu frammi fyrir viðskiptavini að skoða og gestir og gangandi gæddu sér á afmælisköku og öðrum kræsingum. Þá voru afmælishattar settir upp í tilefni dagsins. Víkurfréttir kíktu við og smelltu af myndum.
Starfskonur Landsbankans, Guðrún Sigríður Helgadóttir, Hrönn Hjörleifsdóttir, Sigrún Ragnarsdóttir, Guðrún Jóna Aradóttir og Elísa Baldursdóttir.
Viðskiptavinur og fyrrum starfsmaður skoðar albúm.
Grunnskólabörn sungu afmælissönginn.
Gæddu sér svo á veitingum.
VF/Olga Björt