Landsbankinn aðalstyrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ
Landsbankinn verður aðalstyrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ næstu tvö árin en Reykjanesbær og Landsbankinn undirrituðu samning þess efnis nú í vikunni. Þar með tekur Landsbankinn við hlutverki Sparisjóðsins í Keflavík sem var helsti styrktaraðili hátíðarinnar síðasta áratuginn. Landsbankinn mun þó ekki bjóða uppá flugeldasýninguna á Ljósanótt og stendur yfir leit að styrktaraðila fyrir þá sýningu.
Lífleg Ljósanótt sett eftir viku
Setning Ljósanætur fer fram við Myllubakkaskóla fimmtudaginn 1. september nk.
Allir nemendur grunnskóla og elsti árgangur leikskóla koma gangandi í skrúðgöngu, hver frá sínum skóla, merktir skólalitunum og safnast saman við Myllubakkaskóla, elsta skóla bæjarins. 2000 blöðrum verður sleppt til himins.
Listasafn Reykjanesbæjar tók sl. vetur þátt í norrænu listverkefni ásamt listasöfnum bæði í Noregi og Svíþjóð og mun verkefnið enda á sýningum í öllum löndunum nú í haust. Íslenska sýningin Óvættir og aðrar vættir, opnar fimmtudaginn 1. september kl. 14.00 í Bíósal Duushúsa og er þar með á dagskrá Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Á sýningunni má sjá tæplega 60 verk frá öllum þremur þátttökulöndunum.
Bókasafn, Flughótel o.fl. opna margvíslegar sögu- og listsýngingar í Kjarna, Hafnargötu 57 fimmtudaginn 1. sept. kl. 17:15. M.a. er sýning á leikmunum úr myndinni Flags of our fathers sem tekin var upp hér á Suðusrnesjum um árið.
Listasafnið opnar Ljósanætursýninguna kl. 18 þann 1. september og einnig opna myndlistarsýningar víðs vegar um bæinn.
Sýning Valgerðar Guðlaugsdóttur “Dúkka” opnar í Listasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september klukkan 18 00. Sýningin er liður í Ljósanæturhátíðinni.
Í tengslum við Ljósanótt 2011 verða haldnir tónleikar unga fólksins í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ, fimmtudagskvöldið 1. september nk. kl. 20:00. 88 Húsið skipuleggur tónleikana í samstarfi við Ljósanæturnefnd. Gert er ráð fyrir að tónlistarmennirnir geti tekið 3-4 lög
Sagnakvöld á Nesvöllum kl. 20 á fimmtudagskvöldinu. Hanna María Karlsdottir, leikari, Ingibjörg Kjartansdóttir, leiðbeinandi.
Föstudagur 2. september:
Dagskrá á útisviði við Ægisgötu á föstudagskvöldinu, 2. september frá kl. 20-23. Súpa í boði fyrirtækisins Skólamatur. Á sviðinu koma fram Lifun, Hellvar, Who Knew, Of Monsters and Men og Blaz Roca.
Óhætt er að lofa góðri stemningu á stóra sviðinu á föstudagskvöldi Ljósanætur. Þar verður heimafólk í meirhluta og ljóst að tónlistarbærinn stendur enn undir nafni og þarf engu að kvíða.
Einnig á föstudagskvöldinu:
Harmonikkuball á Nesvöllum kl. 20.
Laugardagur 3. september:
Reykjanesbær er aðalstyrktaraðili Reykjanes Maraþons sem haldið verður laugardaginn 3. september kl. 09. Reykjanes Maraþon er árlegur viðburður sem fram fer á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ.
Söguganga á vegum Leiðsögumanna Reykjaness kl. 11. Mæting við Skessuhelli, gengið verður um Grófina og á Hólmsberg. Leiðsögumaður Rannveig Garðarsdóttir.
Árgangaganga leggur af stað frá Hafnargötu 88 kl. 13:30.
Kl. 14.00-18.00 Dagskrá á útisviði við Ægisgötu
Ávarp bæjarstjóra
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Leikfélag Keflavíkur
Gospelkrakkar
Danskompaní
Listefli frá Keflavíkurkirkju
Brynballett
Töframaður
Salsatónlist
Tónleikadagskrá í Duushúsum kl. 14.30-18.00
Karlakór Keflavíkur
Félag harmonikkuunnenda
Söngsveit Suðurnesja
Bossa Nova, brasilísk tónlist
Kvennakór Suðurnesja
Söngsveitin Víkingarnir
Dans og tónlist í Svarta pakkhúsporti kl. 14.30-18.00
Ýmsir listhópar og listamenn
Dans og tónlist á Hljómvalshorni kl. 14.30-18.00
Ýmsir listhópar og listamenn
Dagskrá á útisviði við Ægisgötu kl. 20-23
Að vanda verður boðið upp á glæsilega tónlistarveislu á Ljósanótt. Það er heimamaðurinn og fjölmiðlamaðurinn knái Guðfinnur Sigurvinsson sem stýrir dagskránni á sviðinu á laugardagskvöldið.
Fram koma:
20:00 Friðrik Dór
21:00 Baggalútur
21:40 Helgi Björns og reiðmenn vindanna.
22:15 Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes og Gamli bærinn minn hljóma
22:30 Hljómsveitin Valdimar
Sunnudagur 4. september
Tónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í Andrew´s kl. 16 og 20.
Með blik í auga – Tónlist og tíðarandi áranna 1950-1970
Nánar í dagskrá Ljósanætur sem dreift verður í næstu viku inn á öll heimili í Reykjanesbæ.