Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.
Stuðlaberg Pósthússtræti opið hús 23.8.

Mannlíf

Landsbankinn aðalstyrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 25. ágúst 2011 kl. 13:11

Landsbankinn aðalstyrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ

Landsbankinn verður aðalstyrktaraðili Ljósanætur í Reykjanesbæ næstu tvö árin en Reykjanesbær og Landsbankinn undirrituðu samning þess efnis nú í vikunni. Þar með tekur Landsbankinn við hlutverki Sparisjóðsins í Keflavík sem var helsti styrktaraðili hátíðarinnar síðasta áratuginn. Landsbankinn mun þó ekki bjóða uppá flugeldasýninguna á Ljósanótt og stendur yfir leit að styrktaraðila fyrir þá sýningu.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl


Lífleg Ljósanótt sett eftir viku

Setning Ljósanætur fer fram við Myllubakkaskóla fimmtudaginn 1. september nk.
Allir nemendur grunnskóla og elsti árgangur leikskóla koma gangandi í skrúðgöngu, hver frá sínum skóla, merktir skólalitunum og safnast saman við Myllubakkaskóla, elsta skóla bæjarins. 2000 blöðrum verður sleppt til himins.

Listasafn Reykjanesbæjar tók sl. vetur þátt í norrænu listverkefni ásamt listasöfnum bæði í Noregi og Svíþjóð og mun verkefnið enda á sýningum í öllum löndunum nú í haust. Íslenska sýningin Óvættir og aðrar vættir, opnar fimmtudaginn 1. september kl. 14.00 í Bíósal Duushúsa og er þar með á dagskrá Ljósanætur, menningar- og fjölskylduhátíðar Reykjanesbæjar. Á sýningunni má sjá tæplega 60 verk frá öllum þremur þátttökulöndunum.

Bókasafn, Flughótel o.fl. opna margvíslegar sögu- og listsýngingar í Kjarna, Hafnargötu 57 fimmtudaginn 1. sept. kl. 17:15. M.a. er sýning á leikmunum úr myndinni Flags of our fathers sem tekin var upp hér á Suðusrnesjum um árið.

Listasafnið opnar Ljósanætursýninguna kl. 18 þann 1. september og einnig opna myndlistarsýningar víðs vegar um bæinn.

Sýning Valgerðar Guðlaugsdóttur “Dúkka” opnar í Listasafni Reykjanesbæjar fimmtudaginn 1. september klukkan 18 00. Sýningin er liður í Ljósanæturhátíðinni.

Í tengslum við Ljósanótt 2011 verða haldnir tónleikar unga fólksins í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ, fimmtudagskvöldið 1. september nk. kl. 20:00. 88 Húsið skipuleggur tónleikana í samstarfi við Ljósanæturnefnd. Gert er ráð fyrir að tónlistarmennirnir geti tekið 3-4 lög
Sagnakvöld á Nesvöllum kl. 20 á fimmtudagskvöldinu. Hanna María Karlsdottir, leikari, Ingibjörg Kjartansdóttir, leiðbeinandi.


Föstudagur 2. september:
Dagskrá á útisviði við Ægisgötu á föstudagskvöldinu, 2. september frá kl. 20-23. Súpa í boði fyrirtækisins Skólamatur. Á sviðinu koma fram Lifun, Hellvar, Who Knew, Of Monsters and Men og Blaz Roca.
Óhætt er að lofa góðri stemningu á stóra sviðinu á föstudagskvöldi Ljósanætur. Þar verður heimafólk í meirhluta og ljóst að tónlistarbærinn stendur enn undir nafni og þarf engu að kvíða.
Einnig á föstudagskvöldinu:
Harmonikkuball á Nesvöllum kl. 20.


Laugardagur 3. september:
Reykjanesbær er aðalstyrktaraðili Reykjanes Maraþons sem haldið verður laugardaginn 3. september kl. 09. Reykjanes Maraþon er árlegur viðburður sem fram fer á Ljósanótt í Reykjanesbæ. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ.

Söguganga á vegum Leiðsögumanna Reykjaness kl. 11. Mæting við Skessuhelli, gengið verður um Grófina og á Hólmsberg. Leiðsögumaður Rannveig Garðarsdóttir.
Árgangaganga leggur af stað frá Hafnargötu 88 kl. 13:30.

Kl. 14.00-18.00 Dagskrá á útisviði við Ægisgötu
Ávarp bæjarstjóra
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Leikfélag Keflavíkur
Gospelkrakkar
Danskompaní
Listefli frá Keflavíkurkirkju
Brynballett
Töframaður
Salsatónlist
Tónleikadagskrá í Duushúsum kl. 14.30-18.00
Karlakór Keflavíkur
Félag harmonikkuunnenda
Söngsveit Suðurnesja
Bossa Nova, brasilísk tónlist
Kvennakór Suðurnesja
Söngsveitin Víkingarnir

Dans og tónlist í Svarta pakkhúsporti kl. 14.30-18.00
Ýmsir listhópar og listamenn

Dans og tónlist á Hljómvalshorni kl. 14.30-18.00
Ýmsir listhópar og listamenn

Dagskrá á útisviði við Ægisgötu kl. 20-23
Að vanda verður boðið upp á glæsilega tónlistarveislu á Ljósanótt. Það er heimamaðurinn og fjölmiðlamaðurinn knái Guðfinnur Sigurvinsson sem stýrir dagskránni á sviðinu á laugardagskvöldið.
Fram koma:
20:00 Friðrik Dór
21:00 Baggalútur
21:40 Helgi Björns og reiðmenn vindanna.
22:15 Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes og Gamli bærinn minn hljóma
22:30 Hljómsveitin Valdimar


Sunnudagur 4. september

Tónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar í Andrew´s kl. 16 og 20.
Með blik í auga – Tónlist og tíðarandi áranna 1950-1970

Nánar í dagskrá Ljósanætur sem dreift verður í næstu viku inn á öll heimili í Reykjanesbæ.