Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Landbúnaðarráðherra á herrakvöldi í Sandgerði
Mánudagur 14. apríl 2003 kl. 09:05

Landbúnaðarráðherra á herrakvöldi í Sandgerði

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra heimsótti Lionsklúbb Sandgerðis laugardaginn 12. apríl. Lionsklúbbur Sandgerðis hélt herrakvöld á Vitanum 12. apríl sl., en allur ágóði skemmtunarinar rennur til líknarmálefna á svæðinu. Klúbburinn hefur m.a. staðið fyrir leikhúsferðum fyrir eldri borgara og tekið að sér fjölskyldu sem átti bágt yfir jólin.Guðni Ágústsson sagði að starfsemi Lions væri mikilvæg fyrir samfélagið og það gleddi hans hjarta mikð að geta orðið að einhverju liði við söfnun aura til góðra málefna. Guðni sagði jafnframt frá því að hann hefði mikið heimsótt Suðurnesin undanfarnar vikur og teldi hann að hér byggi þróttmikið, duglegt og hreinskiptið fólk. Guðni stendur nú mitt í kosningabaráttu og óskaði hann eftir styrk til að geta verið áfram alþingismaður og ráðherra svæðisins en hann er eini ráðherrann í kjördæminu. Guðni Ágústsson sló svo á létta strengi eins og honum er einum lagið. Með honum á myndinni eru stjórnarmenn Lions í Sandgerði og Kjartan Már Kjartansson sem var veislustjóri kvöldsins.

Stjórn Lions í Sandgerði skipa þeir Pétur Brynjarsson formaður, Sigurbjörn Stefánsson gjaldkeri og Stefán Sigurðsson ritari.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024