Landaði 25 punda urriða
Keflvíkingurinn Börkur Birgisson lenti í miklum átökum í fyrrakvöld þegar hann slóst í nærfellt klukkutíma við 25 punda urriða í Þingvallavatni. Fór svo að lokum að Börkur hafði betur í viðureigninni en ferlíkið sem hann landaði er með því stærsta sem frést hefur af á seinni árum, að því er segir á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.
Börkur var á ferðinni í nepjunni seint í fyrrakvöld þegar veiðifiðringur gerði vart við sig. Hann skellti sér í veiðigallann og hélt til Þingvalla í fyrsta sinn á þessu vori. Vegna veðurs var útlit fyrir að erfitt gæti orðið að munda flugustönginga og því hafði hann með sér beitustöng einnig.
Haft er eftir Berki að sá stóri hafi tekið fjórum sinnum og slitið 28 punda línuna. En ferlíkið lét það ekki stoppa sig og tók agnið hvað eftir annað uns Börkur náði að landa fiskinum eftir glímu sem varði vel á klukkutíma. Fyrst hafði Börkur þó landað einum 10 punda urriða sem þykir jú harla gott og taldi Börkur sig heldur betur hafa dottið í lukkupottinn, grunlaus um hvers konar ferlíki mynda bíta næst á agnið.
Þessi veiðisaga er því lyginni líkust en dagsönn eins og þessar mynd sýnir.
Mynd: Börkur með ferlíkið úr Þingvallavatni.
Börkur var á ferðinni í nepjunni seint í fyrrakvöld þegar veiðifiðringur gerði vart við sig. Hann skellti sér í veiðigallann og hélt til Þingvalla í fyrsta sinn á þessu vori. Vegna veðurs var útlit fyrir að erfitt gæti orðið að munda flugustönginga og því hafði hann með sér beitustöng einnig.
Haft er eftir Berki að sá stóri hafi tekið fjórum sinnum og slitið 28 punda línuna. En ferlíkið lét það ekki stoppa sig og tók agnið hvað eftir annað uns Börkur náði að landa fiskinum eftir glímu sem varði vel á klukkutíma. Fyrst hafði Börkur þó landað einum 10 punda urriða sem þykir jú harla gott og taldi Börkur sig heldur betur hafa dottið í lukkupottinn, grunlaus um hvers konar ferlíki mynda bíta næst á agnið.
Þessi veiðisaga er því lyginni líkust en dagsönn eins og þessar mynd sýnir.
Mynd: Börkur með ferlíkið úr Þingvallavatni.