Lakkrísegg eru voða góð
Tekur því rólega með fjölskyldunni um páskana.
Hulda Klara Ormsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Krossmóa ætlar að taka því rólega með fjölskyldunni um páskana. „Já ég ætla bara að vera heima. Ég verð reyndar að vinna á skírdag.“ Nú nálgast sumarið óðum og Hulda vonar sannarlega að það verði betra en í fyrra. „Veturinn hefur verið alveg þokkalegur, nóg að gera og svona.“ Hulda segist ætla að fá páskaegg og láta eitt duga. Henni finnst lakkrísegg eru voða góð. Spurð um málshætti í eggjunum segist hún bara skoða þá málshættina en ekki geyma þá.