Lag eftir Keflvíking slær í gegn á netinu
Lagið Grief eftir Keflvíkinginn Svein Björgvinsson er í 7. sæti á vinsældalista soundclick.com, en vefurinn er einn stærsti tónlistarvefur á netinu. Á hverjum mánuði eru 50 þúsund ný lög sett á vefinn og um það bil 6 þúsund hljómsveitir skrá sig á hverjum mánuði. Listinn er uppfærður daglega. Hægt er að hlusta á lagið á vefsíðunni með því að fara á slóðina: http://www.soundclick.com/genres/chartsSub.cfm?genre=Pop&subgenre=127